Ferill 892. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1331  —  892. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um skerðingu lífeyris.

Frá Guðbrandi Einarssyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til þess að mismunandi reglur gildi um skerðingu lífeyris ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega vegna fjármagnstekna? Hefur komið til skoðunar að skerðing vegna fjármagnstekna ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega verði hin sama?
     2.      Er miðað við heildarniðurstöðu hlutabréfaviðskipta þegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun eru skertar? Er tekið tillit til heildarupphæðar taps og gróða á einu ári áður en til skerðingar kemur?


Skriflegt svar óskast.